Boltinn byrjar að rúlla hjá konunum í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Boltinn byrjar að rúlla hjá konunum í kvöld

04.05.2021 - 11:07
Tímabilið í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. 200 hundruð áhorfendur mega mæta á leikina samkvæmt sóttvarnarreglum.

Fyrsti leikur tímabilsins fer fram í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti Þór/KA en flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18. 

Klukkan 19:15 hefst svo viðureign Íslandsmeistara Breiðabliks og Fylkis á Kópavogsvelli. Blikar hafa misst marga lykilmenn frá síðustu leiktíð og nægir þar að nefna Sveindísi Jane Jónsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 

Breiðabliki var spáð 2. sæti og Fylki 3. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni sem sjá má hér að neðan:

1. Valur 182 stig
2. Breiðablik 176 stig
3. Fylkir 141 stig
4. Selfoss 107 stig
5. Stjarnan 103 stig
6. Þór/KA 94 stig
7. Þróttur 79 stig
8. ÍBV 70 stig
9. Keflavík 63 stig
10. Tindastóll 49 stig

Þetta eru leikirnir í fyrstu umferð Íslandsmótsins:

  • ÍBV - Þór/KA, í kvöld klukkan 18:00
  • Breiðablik - Fylkir, í kvöld klukkan 19:15
  • Tindastóll - Þróttur, annað kvöld klukkan 18:00
  • Valur - Stjarnan, annað kvöld klukkan 19:15
  • Keflavík - Selfoss, annað kvöld klukkan 19:15