Plasthúða þotur til að spara eldsneyti

03.05.2021 - 16:55
epa09175472 Lufthansa passenger planes are parked at Berlin Brandenburg International Airport in Schoenefeld, Germany, 03 May 2021. Lufthansa AG General Meeting will be held virtually on 04 May 2021.  EPA-EFE/FILIP SINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að láta plasthúða nokkrar þotur úr flota sínum til að draga úr eldsneytiseyðslu og minnka kolefnissporið. Þýska efnafyrirtækið BASF hefur nýlega kynnt nýtt plastefni, áþekkt hákarlaskinni, sem nota á í þessum tilgangi. Það kallast AeroSHARK.

Tíu þotur af gerðinni Boeing 777 verða húðaðar á næsta ári. Með þessu móti er áætlað að fyrirtækið spari um 3.700 tonn af eldsneyti og dragi úr koldíoxíðmengun um hátt í 11.700 tonn, að því er kemur fram í frétt frá Lufthansa í dag. Þetta er ígildi 48 flugferða milli Frankfurt og Shanghai. Sparnaðurinn er þó sem dropi í hafið þar sem talið er að flutningaþotur Lufthansa hafi sent frá sér hátt í fjórar milljónir tonna af koltvísýringi í fyrra.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV