Meiriháttar tilslakanir í kortunum í New York

03.05.2021 - 23:44
epa08713851 A passenger airplane lands at LaGuardia Airport in New York, New York, USA, 01 October 2020. Major US airlines, and their employees, are waiting to see if the United States congress will extend the Coronavirus Aid, Relief, and Economic Security (CARES) Act which was passed in the spring and provided payroll support to companies until 30 September 2020. The airline industry has suffered massive losses as a result of the coronavirus pandemic with large job losses looming including American Airlines projected to cut as many as 19,000 jobs and United Airlines potentially furloughing as many as 12,000 workers.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
Flugvél kemur inn til lendingar á La Guardia-flugvelli í New York 1. október 2020. Mynd: EPA-EFE - EPA
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, kynnti í dag heilmiklar tilslakanir á samkomutakmörkunum í ríkinu, sem lengi var þungamiðja kórónuveirufaraldursins vestanhafs. Tæplega helmingur New York-búa hefur fengið fyrri skammt af bóluefni við COVID-19 og um 35 prósent eru fullbólusett.

Um miðjan maí er stefnt að því að afnema með öllu svokallaðar hlutfallstakmarkanir í verslunum, á veitingastöðum, í kvikmyndahúsum og á söfnum, að því gefnu að fólk haldi tveggja metra fjarlægð hvert frá öðru. Áður mátti gestafjöldinn aðeins vera ákveðið hlutfall af þeim fjölda sem komst fyrir. 

Verslanir og viðburðahaldarar geta fengið undanþágu frá tveggja metra reglunni ef þeir geta sýnt fram á að allir gestir hafi vottorð um að þeir séu bólusettir eða hafi fengið COVID-19. 

Alls mega 500 koma saman utandyra, í stað 250, og 250 innandyra í stað 100. Stærri samkomur verða leyfilegar, geti allir gestir sýnt fram á bólusetningu eða fyrri sýkingu. Loks byrja neðanjarðarlestar New York-borgar að ganga allan sólarhringinn á ný.

„Það bendir allt í rétta átt,“ er haft eftir ríkisstjóranum í frétt AFP í kvöld. Hann vísar þar í þróun faraldursins og fjölda á sjúkrahúsum, sem hefur ekki verið minni síðan í nóvember. Borgarstjórinn Bill de Blasio sagðist í dag binda vonir við að öllum takmörkunum yrði aflétt fyrir 1. júlí.