Glænýtt þrívíddarlíkan af gossvæðinu

Mynd með færslu
 Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands
Náttúrufræðistofnun birti í dag nýtt þrívíddarlíkan af gossvæðinu við Fagradalsfjall. Þrívíddarlíkön Náttúrufræðistofnunar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél og eru unnin af myndmælingateymi stofnunarinnar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Almannavarnir, Landmælingar Íslands og Háskóla Íslands. Nýja líkanið byggir á myndum sem voru teknar í dag.
03.05.2021 - 21:40