Ari Bragi leggur gaddaskóna á hilluna

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Ari Bragi leggur gaddaskóna á hilluna

03.05.2021 - 22:17
Ari Bragi Kárason, ríkjandi Íslandsmethafi í spretthlaupi, greindi frá því í kvöld að hans dagar sem afreksíþróttamaður á hlaupabrautinni væru taldir.

Ari Bragi hefur vakið mikla athygli oft á tíðum fyrir að ná að tvinna saman tónlistarferil og á sama tíma verið afreksmaður í íþróttum. Ari spilar á trompet og hefur spilað með mörgum þekktum sveitum og tónlistarmönnum.

„Frá 2014 hef ég sett alla þá orku og tíma sem ég gat gefið í íþróttina og hef ég notið hverrar einustu sekúndu! Þetta hafa verið margir dalir en topparnir standa upp úr og er nákvæmlega engin eftirsjá með neitt. Tvö Íslandsmet í 100 metra hlaupi og átta Íslandsmet í boðhlaupum er árangur sem ég ætla að leyfa mér að vera gífurlega stoltur af alla ævi,“ segir í pistli Ara sem hann setti á Facebook í kvöld. 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV