Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Þjóðhátíðarstemning í Liverpool

02.05.2021 - 20:04
Mynd: RÚV / RÚV
Þúsundir gátu dansað og sungið eins og enginn væri heimsfaraldurinn í Liverpool í Bretlandi í gær og í dag. Viðburðirnir eru nokkurs konar tilraun á vegum stjórnvalda sem vilja kanna hvort óhætt sé að leyfa fjölmenna viðburði á ný.

„Ég von bara að þetta takist vel, ég er viss um það af því að allir hafa verið testaðir, svo af hverju ekki,“ sagði einn tónleikagestanna.

Þessu hafa margir beðið eftir lengi. Að skemmta sér í fjölmenni án þess að nota grímu eða þurfa að halda fjarlægð frá næsta manni. Eina skilyrðið er að fara í skimun og sýna fram á neikvæða niðurstöðu. 

„Ég eyddi þremur vikum í undirbúning, svo það er langt um liði. Ákveða hvað ég ætti að drekka, í hverju ég ætti að vera. Hrósið fær Liverpool fyrir að vera með fyrstu uppákouna án fjarlægðarmarka. Við elskum þessa borg,“ sagði annar tónleikagestur.

Í gær dönsuðu þrjú þúsund ungmenni þétt upp við hvert annað og gleymdu faraldrinum í nokkrar klukkustundur. 

„Þetta er alveg súrealískt, manni finnst að enginn tími hafi liði og svo að það hafi liðið heil eilífð. Það er æði að komast út á lífið aftur,“