Mynd: Kristján Þór Ingvarsson - RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.
Icelandair hóf áætlunarflug til Tenerife í morgun
01.05.2021 - 16:43
Innlent · Ferðaþjónusta · áætlunarflug · Bandaríkin · bogi nils bogason · COVID-19 · Evrópa · Ferðalög · Ferðatakmarkanir · Icelandair · Keflavíkurflugvöllur · New York · Tenerife · Samgöngumál
Þota frá Icelandair lagði upp frá Keflavík í sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife laust fyrir klukkan níu í morgun. Ætlun félagsins er að fljúga þangað einu sinni í viku í maí og oftar þegar dregur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir verða rýmkaðar.
Í tilkynningu frá flugfélaginu er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra að lengi hafi staðið til að hefja áætlunarflug til Tenerife en hingað til hafi félagið fyrst og fremst flogið þangað í leiguflugi fyrir íslenskar ferðaskrifstofur.
Icelandair stefnir að því að fjölga flugferðum næstu mánuði, þar á meðal til New York ásamt fleiri borgum í Bandaríkjunum og til München í Þýskalandi.