126 konur leggja lífsins kraft í Kvennadalshnjúk

Mynd: Soffía Sigurgeirsdóttir / RÚV

126 konur leggja lífsins kraft í Kvennadalshnjúk

01.05.2021 - 20:24

Höfundar

Stór hópur kvenna ætlar að leggja á hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk í kvöld og ganga á tindinn í sumarnóttinni til styrktar góðu málefni. Konurnar hafa nefnt gönguna Kvennadalshnjúkur.

126 konur leggja af stað í gönguna á Hvannadalshnjúk á Öræfajökli klukkan ellefu í kvöld og má búast við því að fyrstu konur nái á toppinn um klukkan sjö í fyrramálið.Leiðangursstjórar eru Snjódrífurnar Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir auk G.Sigríðar Ágústsdóttur. Hópurinn skiptist niður á 18 línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu.

Gera má ráð fyrir að gangan taki í það heila um 14-16 tíma og er gangan farin til stuðnings góðu málefni, því hægt er að heita á þær og leggja sitt af mörkum til söfnunar fyrir nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum fyrir meðal annars skjólstæðinga styrktarfélaganna LÍF styrktarfélag og Kraft - félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Í dag tóku konurnar þátt í Gong og heilunarstund við Jökulsárlón og tóku hið nýja Valkyrjuklapp sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

Mynd með færslu
 Mynd: aðsend mynd: Soffía Sigurgeirs - RÚV