Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Telur að við séum á lokahring faraldursins

Mynd: RÚV / RÚV
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að vonin sé sú að ekki þurfi að nýta öll þau úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í dag vegna kórónuveirufaraldursins, en horft sé til þess að stuðnings sé þörf á lokametrum faraldursins. Aðgerðir stjórnvalda hafi orðið til þess að samdráttur varð minni en búist var við.

Á næstu dögum á að innleiða eða framlengja fjölmörg úrræði sem ætlað er að mæta afleiðingum heimsfaraldurs COVID-19. Í hádeginu kynnti ríkisstjórnin nýjar aðgerðir. Meðal annars fá þeir sem hafa verið lengi án vinnu 100 þúsund króna eingreiðslu eftir mánaðamót. Haukur Holm, fréttamaður ræddi við Katrínu við Ráðherrabústaðinn í hádeginu. Hún segir að um margt séu þetta kunnuglegar aðgerðir og vonandi þurfi ekki að grípa til þeirra allra í miklum mæli, til dæmis lokunarstyrkjanna.

Í stað hlutabótaleiðarinnar komi leið sambærileg Hefjum störf

Þeir sem hafa verið lengi án vinnu jafnvel frá því fyrir COVID-19 eru í hvað viðkvæmastir stöðu og þeir fá 30 þúsund króna eingreiðslu og tekjulægri barnafjölskyldur fá barnabótaauka. Að auki verður lögð sérstök áhersla á geðheilbrigðismál barna og ungmenna svo nokkuð sé nefnt. 

Við erum á lokahringnum, vonandi, í þessum faraldri, segir Katrín. Bólusetningar gangi vel. Það séu metvikur í henni, bæði þessi vika og sú næsta Bjartari tímar séu fram undan en það þurfi að styðja fólk og fyrirtæki á lokametrunum.