Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 

Benda greinendur MMR á að það sé svipaður kippur og Sjálfstæðisflokkurinn tók við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra.  VG bætir við sig um þremur prósentum og er með hátt í 13%. Þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn fær einu prósentustigi minna en í síðustu könnun - segjast 10,5% myndu kjósa hann.

 

Þá dregst fylgi Samfylkingar saman um fjögur prósentustig, stendur í rúmlega 11% og fylgi Pírata hefur minnkað um álíka mikið; mælist tæp 10%. Fylgi Viðreisnar mældis tæp 9% var 10% í síðustu könnun 
6% segjast myndu kjósa Sósíalistaflokk Íslands, álíka margir og kysu Miðflokkinn en fylgi hans hefur minnkað um rúmt prósentustig á meðan fylgi Sósíalista er tveimur prósentustigum meira nú en síðast. Fylgi Flokks fólksins er álíka og var í síðustu könnun, tæplega 5%. 

Enn nýtur ríkisstjórnin stuðnings meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Stuðningur við hana er rúm 56% og hefur aukist um tæplega fjögur prósentustig á þeim mánuði sem er frá síðustu könnun. 

Könnunin var gerð vikuna 21. til 28 apríl og 946 tóku þátt. 

 

Fréttin hefur verið uppfærð því ekki var greint frá fylgi Viðreisnar í upphaflegu fréttinni og úr því bætt.