Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni fóru þannig rúm níu tonn af mjólk til spillis. Þau runnu í læk sem rennur út í Eyjafjarðará sem er mjög vatnsmikil. Hún rennur svo til sjávar.
Þessi mjólkurmissir hefur engin áhrif á mjólkurframboð á Norðurlandi. Bílstjórinn var einn í bílnum þegar óhappið varð. Hann komst af sjálfsdáðum út úr bílnum ómeiddur.