Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Guðlaugur Þór vill halda efsta sætinu í Reykjavík

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist áfram eftir efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið verður háð dagana 4. til 5. júní næstkomandi samkvæmt ákvörðun Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 

Guðlaugur Þór var fyrst kjörinn á þing fyrir Reykvíkinga í norðurhlutanum árið 2003 og var heilbrigðisráðherra á árunum 2007 til 2009. Hann sat sem varaþingmaður Vesturlands tvo mánuði 1997 og samtals fjóra mánuði árið eftir.

Hann var kjörinn alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður árið 2009 en hefur setið sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016. Guðlaugur hefur verið utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra frá því í janúar 2017.

Hvort Reykjavíkurkjördæmanna hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Kjördæmin urðu til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 sem fyrst var kosið eftir í Alþingiskosningum 2003. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV