„Við erum að vísa í það að enn stendur baráttan um það hvernig eigi að skipta gæðunum hérna á Íslandi. Hvernig við getum komið því þannig fyrir að allir hafi trygga afkomu. Þurfi ekki að vera í afkomuótta. Og við teljum að það séu næg gæði í þessu samfélagi til þess að gera það. Við erum ekki enn komin á þann stað að það sé einhver sátt um skiptingu gæðanna eða skiptingu í launastig eða launaþrep. Mörg eru verkefnin eftir og ég minni á þá sem verst hafa það í samfélaginu og launamun kynjanna svo eitthvað sé nefnt. Það er nóg til en baráttan um skiptinu gæðanna heldur áfram,“ segir Drífa.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að það sé ekki einungis hægt að mæla árangur í viðspyrnu eða hagvexti og öðrum mælikvörðum.
„Við þurfum að horfa til þess hvernig við erum að skipta gæðunum sem eru fyrir hendi. Það er kannski að þróast í takt við aukna þekkingu að það skiptir máli að fjárfesta í fólki og meta það virði sem launafólk er að leggja til samfélagsins með öðrum hætti heldur en hefur verið gert. Það hefur verið mikið í umræðunni að laun séu að sliga atvinnurekendur. Þetta er orðin einhver mantra sem margir grípa á lofti. Ef við förum nánar út í hvað felst í þessu þá er það þannig að hlutdeild launafólks er að aukast í þeim hagnaði sem er að skapast. Við erum að nálgast markmiðið með einhverjum hætti, þó að það miði hægt og seint. Það eru tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir Sonja.
Rætt er við Sonju og Drífu í Speglinum.