Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tíu innanlandssmit í gær

29.04.2021 - 11:08
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Tíu greindust með COVID-19 smit innanlands í gær. Þar af voru sjö í sóttkví en þrír utan sóttkvíar við greiningu. Ekki er hægt að rekja þrjú síðastnefndu smitin til fyrri hópsmitana með óyggjandi hætti. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar vegna tveggja smita sem greindust á landamærunum í gær. Því er ekki ljóst hvort það eru virk smit eða til marks um yfirstaðin veikindi.

191 er í einangrun með COVID-19 og fjórir á sjúkrahúsi.

Nýgengi smita innanlands er 48,3 en 3,0 á landamærunum. Nýgengið innanlands hefur hækkað úr 45,5 milli daga en lækkað úr 4,4 á landamærunum.