Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Níu innanlandssmit og tveir utan sóttkvíar

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Níu kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru tveir ekki í sóttkví. Hluti smitanna tengist hópsmitinu á Suðurlandi, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Almannavarna, en þar hafa smit meðal annars greinst í leik- og grunnskóla. Ekkert smit greindist á landamærunum.

Alls voru tekin 1.865 sýni innanlands í gær og 493 sýni voru tekin við landamærin.