Britney Spears ætlar að gefa skýrslu fyrir dómi

epa04906141 Britney Spears arrives on the red carpet for the 32nd MTV Video Music Awards at the Microsoft Theater in Los Angeles, California, USA, 30 August 2015.  EPA/PAUL BUCK
 Mynd: EPA

Britney Spears ætlar að gefa skýrslu fyrir dómi

28.04.2021 - 07:30

Höfundar

Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur óskað eftir að fá að ávarpa dómstól í Los Angeles í tengslum við málarekstur gegn föður sínum, Jamie Spears. Hann hefur verið forráðamaður hennar síðan 2008 og þannig ráðið yfir eignum hennar, ferli og persónulegu lífi.

Margir aðdáendur Spears telja að hún sé hálfgerður fangi föður síns og hafa á samfélagsmiðlum kallað eftir því að hún verði frelsuð undan oki hans með myllumerkinu „#Freebritney“.

Vinsæl heimildarmynd með sama nafni varpaði ljósi á þessa hreyfingu en ekki síður hvernig fjölmiðlar markvisst nýttu sér veikindi hennar þegar frægðarsól hennar reis sem hæst. 

Ekki er vitað um hvað Spears ætlar að tala þegar hún ávarpar dómstólinn þann 23. júní.  Lögmaður hennar hefur gefið skýrt til kynna að hún vilji ekki hafa föður sinn sem forráðamann.

Jamie Spears var skipaður forráðamaður dóttur sinni þegar hún var lögð inn á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall, nánast í beinni útsendingu. Hún reyndi að skipta um forráðamann í fyrra og sögðu lögmenn hennar þá að hún væri hrædd við föður sinn og að hún myndi ekki snúa aftur á svið á meðan hann væri við stjórn.

Fram kemur á vef Guardian að þeirri beiðni hafi verið hafnað í ágúst. Á þriðjudag var svo lögð fram ný beiðni og hefur málflutningi í því máli verið frestað fram í júlí. 

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Britney Spears segist vera hrædd við föður sinn

Norður Ameríka

Er poppprinsessan fangi í sínum eigin kastala?

Tónlist

Britney Spears vill losna undan stjórn föður síns

Popptónlist

Verkfall og sjálfræði Britney Spears