Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fyrsta sending breskra lækningatækja komin til Indlands

27.04.2021 - 03:46
epa09162019 Indian workers prepare beds inside a newly opened Covid-19 centre in Mumbai, India, 26 April 2021. COVID-19 cases are rising rapidly in several metro cities, resulting in a shortage of beds and oxygen supply.  EPA-EFE/DIVYAKANT SOLANKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fyrsta sendingin af lækningavörum frá Bretlandi barst til Indlands snemma í morgun. Breska ríkisstjórnin ákvað að veita Indverjum aðstoð vegna þess mikils álags á heilbrigðiskerfið af völdum kórónuveirufaraldursins.

Meðal þess sem barst í morgun eru um 100 öndunarvélar og súrefnistæki. Bretar hyggjast senda níu þotur hlaðnar lækningavörum í vikunni.

Arindam Bagchi, talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins birti myndir á Twitter af þýsku Lufthansa þotunni sem flutti birgðirnar til Indlands og sagði þær sýna alþjóðlega samvinnu í verki. 

Nokkur ríki auk Bretlands hafa boðið Indverjum aðstoð sína en heilbrigðskerfi landsins er við það að bresta vegna gríðarlegrar fjölgunar kórónuveirutilfella um gjörvallt landið.