Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Evrópuþingmaður sviptur þinghelgi

27.04.2021 - 15:19
epa09163189 (FILE) - Yannis Lagos (L), member of the EU parliament and former leading member of far- right party Golden Dawn, arrives at the court in Athens, Greece, 12 October 2020 (reissued 27 April 2021). MEP Yiannis Lagos was arrested at his home in Brussels on 27 April 2021, Greek police said, hours shortly after his immunity as MEP was lifted. Lagos was convicted to 13 years in prison by a Greek appeals court in October 2020 for his membership in neo-Nazi party Golden Dawn, ruled to be a criminal organization.  EPA-EFE/PANTELIS SAITAS
Ioannis Lagos í réttarsal í Grikklandi. Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Evrópuþingið svipti í dag Grikkjann Ioannis Lagos þinghelgi. Hann er fyrrverandi formaður gríska nýnasistaflokksins Gullinnar dögunar. Nokkrum klukkustundum síðar var hann tekinn höndum í Brussel.

Heimildir AFP fréttastofunnar innan belgísku lögreglunnar herma að fyrir hafi legið alþjóðleg handtökuskipun á hendur þingmanninum. Hans bíður að afplána þrettán ára fangelsisdóm í Grikklandi.

Stofnandi Gullinnar dögunar hlaut einnig þrettán ára fangelsisdóm í fyrrahaust fyrir að stofna og stýra glæpasamtökum. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV