Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Aron: „Þannig séð skyldusigur“

Mynd: RUV / RUV

Aron: „Þannig séð skyldusigur“

27.04.2021 - 19:41
Aron Pálmarsson kom aftur inn í íslenska landsliðið í handbolta í dag eftir fjarveru á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Aron spilaði vel líkt og allt liðið og átti þátt í tíu marka sigri íslenska liðsins.

„Við gerðum þetta vel, auðvitað er þetta þannig séð skyldusigur og allt það en við ákváðum að koma inn í þetta af krafti og gera þetta vel,“

Aron átti eins og áður sagði góðan leik í íslenska liðinu en hann skoraði þrjú mörk og gaf sex stoðsendingar. Hann segist vera ánægður með hversu vel þjálfurunum gekk að dreifa álaginu.
„Það er gott að geta rúllað á mannskapnum, við erum að fara í þrjá leiki á sex dögum. Við tókum undirtökin í leiknum snemma og kláruðum þetta bara hægt og bítandi.“

„Það er lítið mál að einbeita sér, það er auðvitað lítill undirbúningur en við erum proffar og einbeitingin, það verður ekkert vesen,“ sagði Aron við RÚV að lokum.