Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skólabörn á Eyrarbakka og Stokkseyri í sóttkví

26.04.2021 - 00:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Öll börn í fyrsta til sjötta bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eiga að fara í sóttkví frá og með sunnudeginum 25. apríl til og með 27. apríl eftir að nemandi við skólann greindist með COVID-19.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg í kvöld. Nemandinn var síðast í skólanum þriðjudaginn 20. apríl en greindist í gær. Skólastarf fellur því niður á yngra stigi skólans meðan börnin eru í sóttkví en þau sem greinast neikvæð við sýnatöku á þriðjudaginn mega mæta í skólann daginn eftir.