Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nomadland, McDormand og Hopkins verðlaunuð

Mynd með færslu
 Mynd: - - Cor cordium

Nomadland, McDormand og Hopkins verðlaunuð

26.04.2021 - 03:40

Höfundar

Kvikmyndin Nomadland í leikstjórn Chloe Zhao er besta kvikmynd ársins að mati bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Auk hennar voru tilnefndar The Father, Judas and the Black Messiah, Mank, Minari, Promising Young Woman, Sound of Metal og The Trial of the Chicago 7.

Nomadland hefur hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda auk þess hún hefur sópað að sér verðlaunum. Leikstjóri myndarinnar, Chloe Zhao var einnig verðlaunuð. 

Aðalleikkona myndarinnar, Frances McDormand, hvatti öll þau sem fylgdust með verðlaunahátiðinn að flykkjast í kvikmyndahús til að sjá allar þær myndir sem tilnefndar voru til verðlauna.

Það er að segja um leið og kórónuveirufaraldurinn leyfir það. Erfitt hefur verið fyrir Bandaríkjamenn að fara í bíó en Nomadland hefur verið til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum um nokkra hríð.

Frances McDormand var verðlaunuð sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun á lífi miðaldra konunnar Fern sem gerist nútímahirðingi eftir að hún missir vinnuna og allt sitt.

McDormand er margverðlaunuð, hefur fengið meðal annars hlotið Golden Globe, BAFTA og fern Óskarsverðlaun á ferlinum. Nomadland var fyrirfram spáð góðu gengi 

Annar margverðlaunaður leikari, sá velski Anthony Hopkins var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna en hlutverk hans í The Father sem roskinn maður í glímu við minnisglöp tryggði honum verðlaunin í ár. Hopkins er þar með elsti leikarinn til að fá Óskarsverðlaun en hann er 83 ára. 

Yfirgnæfandi líkur þóttu á því að Chadwick Boseman, sem lést síðasta sumar, fengi fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ma Rainey’s Black Bottom. Hann hlaut Golden Globe verðlaun nokkrum mánuðum eftir andlátið. 

Listi yfir verðlaunahafa á 93. Óskarsverðlaunahátíðinni:

 

Kvikmynd ársins: 
Nomadland

Leikstjórn: 
Chloe Zhao

Leikari í aðalhlutverki:
Anthony Hopkins

Leikkona í aðalhlutverki:
Frances McDormand

Leikari í aukahlutverki:
Daniel Kalu­uya

Leikkona í aukahlutverki: 
Yuh-Jung Youn

Besta erlenda kvikmyndin
Druk 

Stutt heimildamynd:
Colette

Heimildamynd í fullri lengd:
My Octop­us Teacher

Stutt teiknimynd:
If Anything Happens I Love You

Teiknimynd í fullri lengd:
Soul

Leikin stuttmynd:
Two Dist­ant Str­an­gers

Handrit byggt á áður útgefnu verki:
The Fat­her

Frumsamið handrit:
Prom­is­ing Young Wom­an

Kvikmyndataka:
Mank

Framleiðsluhönnun:
Mank

Klipping:
Sound of Metal

Hljóð: 
Sound of Metal

Hár og förðun:
Ma Rainey's Black Bottom

Tæknibrellur:
Tenet

Búningahönnun:
Ma Rainey's Black Bottom

Besta kvikmyndatónlistin:
Soul

Besta sönglag:
Fig­ht For Me úr Ju­das and the Black Messiah
 

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Chloe Zhao besti leikstjórinn fyrir Nomadland

Menningarefni

Danska kvikmyndin Druk besta erlenda myndin

Menningarefni

Já fólkið hlaut ekki Óskarinn í kvöld