Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Já fólkið hlaut ekki Óskarinn í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Darri - CAOZ

Já fólkið hlaut ekki Óskarinn í kvöld

26.04.2021 - 01:32

Höfundar

Gísli Darri Halldórsson og Já fólkið hans fengu ekki Óskarsverðlaun í kvöld en það var myndin If Anything Happens I Love You sem hlaut verðlaunin í flokknum styttri teiknimyndir.

Þeir Will McCormack og Michael Govier skrifuðu handritið að myndinni og leikstýrðu henni. Hún fjallar um foreldra sem syrgja dóttur sína sem lést í skotárás í skóla. Myndin var frumsýnd á Netflix í nóvember síðastliðnum.

Já fólkið, teiknimynd Gísla Darra Halldórssonar, var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í flokknum. Hann skrifaði handrit myndarinnar og leikstýrði henni en Arnar Gunnarsson framleiddi hana ásamt Gísla.

Myndin fjallar um íbúa í ónefndri blokk, og er þeim fylgt eftir í einn sólarhring. Hún hlaut viðurkenningu sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF hátíðinni í fyrra. 

Teiknimyndin Soul fékk verðlaun í flokki teiknimynda í fullri lengd en hún er framleidd af Pixar-deild Disney-fyrirtækisins. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Gísli Darri hóflega bjartsýnn fyrir Óskarinn í kvöld

Kvikmyndir

Já-Fólkið bíður svars frá Óskarsakademíunni