Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Chloe Zhao besti leikstjórinn fyrir Nomadland

epa09159948 Chloe Zhao arrives for the 93rd annual Academy Awards ceremony at Union Station in Los Angeles, California, USA, 25 April 2021. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. The Oscars happen two months later than originally planned, due to the impact of the coronavirus COVID-19 pandemic on cinema.  EPA-EFE/Chris Pizzello / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Chloe Zhao besti leikstjórinn fyrir Nomadland

26.04.2021 - 02:42

Höfundar

Kínverska vikmyndagerðarkonan og leikstjórinn Chloe Zhao varð í kvöld önnur konan til að fá Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn í 93 ára sögu hátíðarinnar.

Hún hlaut verðlaunin fyrir kvikmyndina Nomadland sem er spáð sigri í þremur af fjórum stærstu flokkunum í kvöld.

Það var Kathryn Bigelow sem hlaut Óskarsverðlaun sem leikstjóri fyrst kvenna fyrir The Hurt Locker árið 2010. 

Frances McDormand leikur aðahlutverkið í myndinni sem byggð er á heimildabókinni Nomadland: Surviving America in the Twenty-First Century eftir Jessicu Bruder.

Búist er við að McDormand hreppi Óskar fyrir túlkun sína á konu sem leggur upp í ferð um vesturhluta Bandaríkjanna á húsbíl eftir að hún missir vinnuna og allt sitt. Hún er einnig framleiðandi myndarinnar.

Kóreska leikkonan Youn Yuh-jung var verðlaunuð sem besta leikkona í aukahlutverki í kvikmyndinni Minari þar sem hún leikur skapmikla ömmu.  
 

Tengdar fréttir

epa09159292 A view of the red carpet before the start of the Oscars at Union Station in Los Angeles, California, USA, 25 April 2021. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. The Oscars happen two months later than originally planned, due to the impact of the coronavirus COVID-19 pandemic on cinema.  EPA-EFE/Chris Pizzello / POOL
Menningarefni

Hver hlýtur Óskarsverðlaunin í nótt?

Kvikmyndir

Mank með flestar tilnefningar - Nomadland spáð sigri

Kvikmyndir

Fern BAFTA-verðlaun til Nomadland