Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Augu heimsbyggðarinnar á Húsavík en engin verðlaun

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV

Augu heimsbyggðarinnar á Húsavík en engin verðlaun

26.04.2021 - 04:18

Höfundar

Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut Óskarsverðlaun sem besta lagið á hátíðinni í kvöld. Vonir Íslendinga og ekki síst Húsvíkinga um að lagið Husavik:

Fyrr í kvöld fengu milljónir áhorfenda að sjá sænsku söngkonuna Molly Sandén og sautján stúlkur úr fimmta bekki Borgarhólsskóla á Húsavík flytja samnefnt lag úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Óhætt er að fullyrða að lagið og myndin hafi vakið talsverða athygli á Íslandi og ekki síst Húsavík við Skjálfanda en lagið var vinsælt víða um heim á síðasta ári.

Sannkallað Óskars-æði greip um sig á Húsavík meðan á tökum myndbandsins stóð og búast má við að allir Húsvíkingar hafi fylgst spenntir með þegar tilkynnt var um sigurvegarinn í valinu um besta lagið.

Þótt verðlaunin hafi ekki fallið því og höfundum þess í skaut hljóta Húsvíkingar að bera höfuðið hátt, fagna og fara sáttir að sofa, enda augu heimsbyggðarinnar á bænum þeirra. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Húsavík sló rækilega í gegn á Óskarnum

Innlent

Upptökur á Húsavík í dag: „Þetta er bara lagið okkar“

Tónlist

Húsavík fær tilnefningu til Óskarsverðlauna