Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

13 innanlandssmit - öll í sóttkví

25.04.2021 - 10:47
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn var utan sóttkvíar. Þá greindist ekkert landamærasmit samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum en tölurnar verða uppfærðar á covid.is á morgun.

Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag. Einn þeirra var ekki skráður í sóttkví en reyndist hafa verið í sóttkví með barni sínu.   Þá greindust tveir á landamærunum.

 
ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV