Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn var utan sóttkvíar. Þá greindist ekkert landamærasmit samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum en tölurnar verða uppfærðar á covid.is á morgun.
Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag. Einn þeirra var ekki skráður í sóttkví en reyndist hafa verið í sóttkví með barni sínu. Þá greindust tveir á landamærunum.