Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tyrkir bregðast hart við yfirlýsingu Bidens um Armeníu

epa09157538 A demonstrator holds a poster reading 'The Truth Set You Free Thank You President Biden' as people take part in a demonstration to commemorate the 1.5 million Armenians killed in the Ottoman-era slaughter, near the Turkish consulate in Los Angeles, California, USA, 24 April 2021. Armenia marks the 106th anniversary of the Armenian Genocide. US President Joe Biden officially recognized the Armenian genocide on 24 April 2021.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands boðaði David Satterfield sendiherra Bandaríkjanna í landinu á sinn fund í dag til að mótmæla þeirri ákvörðun Joe Biden forseta að viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum. AFP fréttastofan hefur þetta eftir tyrknesku ríkisfréttastofunni Anadolu.

 

Utanríkisráðherrann sagði ákvörðun Bandaríkjaforseta reka fleyg í samskipti ríkjanna og að erfitt yrði að bæta samskiptin.

„Við höfnum og fordæmum yfirlýsingu Bandaríkjaforseta varðandi atburði ársins 1915," sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins sem sakaði forsetann um að hafa látið undan þrýstingi öfgafullra Armena og andtyrkneskra hópa.

Biden er fyrstur Bandaríkjaforseta til að nota orðið þjóðarmorð í hefðbundinni yfirlýsingu til minningar um fjöldamorð á Armenum sem stóðu yfir um tveggja ára skeið.

Talið er að um 15 milljónir Armena hafi fallið í valinn. Atburðir áranna 1915 til 1917 voru hluti af þjóðernishreinsunum innan Ósmanska veldisins en það leið undir lok árið 1922. 

Tyrklandsstjórn sakar Bandaríkjamenn um að ætla sér að endurskrifa söguna með því að viðurkenna atburði ársins 1915 sem þjóðarmorð.

Skömmu eftir að Biden tilkynnti ákvörðun sína skrifað tyrkneski utanríkisráðherrann á Twitter að Tyrkir myndu ekki láta einhverja aðra kenna þeim sína eigin sögu.

Biden sagði í yfirlýsingu sinni að tilgangurinn væri ekki að fella áfellisdóma heldur að tryggja að það sem þarna gerðist endurtaki sig aldrei.

Með viðurkenningu sinni tekur Bandaríkjaforseti undir með ríkjum á borð við Frakkland, Þýskaland og Rússland sem þegar hafa viðurkennt atburðina sem þjóðarmorð. Uruguay varð fyrst ríkja til þess árið 1965.

Til stendur að Biden og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hittist í júní næstkomandi. 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV