Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fjórir geimfarar til alþjóðageimstöðvarinnar í dag

24.04.2021 - 08:05
epa09154581 A handout photo made available by NASA shows Acting NASA Administrator Steve Jurczyk watches the launch of a SpaceX Falcon 9 rocket carrying the company's Crew Dragon spacecraft on NASA's SpaceX Crew-2 mission with NASA astronauts Shane Kimbrough and Megan McArthur, ESA (European Space Agency) astronaut Thomas Pesquet, and Japan Aerospace Exploration Agency (JAXA) astronaut Akihiko Hoshide onboard, at NASA's Kennedy Space Center at Cape Canaveral, in Florida, USA, 23 April 2021. NASA's SpaceX Crew-2 mission is the second crew rotation mission of the SpaceX Crew Dragon spacecraft and Falcon 9 rocket to the International Space Station as part of the agency'’s Commercial Crew Program. Kimbrough, McArthur, Pesquet, and Hoshide launched at 5:49 a.m. EDT from Launch Complex 39A at the Kennedy Space Center to begin a six month mission onboard the orbital outpost.  EPA-EFE/AUBREY GEMIGNANI / NASA / HANDOUT MANDATORY CREDIT: AUBREY GEMIGNANI / NASA HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - NASA
Geimhylkið Endeavour frá SpaceX fyrirtæki Elons Musk sem ber fjóra geimfara er ætlað að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni klukkan níu í dag laugardag.

Þetta er þriðja áhöfnin sem SpaceX sendir til geimstöðvarinnar en í fyrsta sinn sem notað er geimhylki og eldflaug sem áður hafa farið út í geiminn.

Geimferðirnar eru hluti af risastórum samningi SpaceX við bandarísku geimferðastofnunina NASA. Endurnýting er lykilatriði í því markmiði NASA að spara fé í samvinnu við einkafyrirtæki.

Geimfarið lagði upp frá Kennedy geimferðamiðstöðinni á Flórída fyrir dögun í gær og um borð er fyrsti Evrópumaðurinn til að taka þátt í verkefninu, Frakkinn Thomas Pesquet.

Leiðangursstjórinn er bandarískur, Shane Kimbrough að nafni, sem kvaðst fagna því að leggja aftur upp í geimferð. Eftir að geimhylkið tengist geimstöðinni líða tvær klukkustundir uns opna má hlera þess og hleypa geimförunum inn.

Auk þeirra tveggja eru hin bandaríska Megan McArthur og Japaninn Akikho Hoshide í áhöfninni.

Nokkuð var um dýrðir áður en ferðin hófst, til að mynda var ekið með geimfarana að geimfarinu í þremur hvítum Tesla-bifreiðum. Þær báru skráningarmerkin „Endurvinnsla“, „Endurnýting“ og „Smætting“ í anda endurnýtingarstefnunnar.

Ætlunin er að áhöfnin hafist við í stöðinni um sex mánaða skeið við margvíslegar vísindarannsóknir en næsta ferð þangað er fyrirhuguð í júlí.