Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Biden hyggst viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

epa09155173 US President Joe Biden delivers remarks during the virtual Leaders Summit on Climate in the East Room of the White House in Washington, DC, USA, 23 April 2021. The meeting is intended to underline the urgency and economic benefits of stronger climate action on the road to the United Nations Climate Change Conference (COP26) in Glasgow in November 2021. Around 40 international leaders attend the summit.  EPA-EFE/ANNA MONEYMAKER / POOL
 Mynd: EPA-EFE - THE NEW YORK TIMES POOL
Búast má við að Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkenni í dag laugardag að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni. Þetta kom fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.

Það væri sögulegur viðburður því Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki viljað viðurkenna atburðina sem þjóðarmorð. Fjöldi ríkja hefur ekki heldur gert það en viðurkenning var eitt af kosningaloforðum Bidens sem löngum hefur ræktað samband sitt við samfélag Armena og Grikkja í Bandaríkjunum.

Forsetinn ræddi símleiðis við Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í gær þar sem hann þrýsti á um að ríkin tvö kæmust að samkomulagi um deiluefni sín og bættu tvíhliða samstarf sitt.

Í dag eru 106 ár liðin frá því að ósmanska veldið hóf fjöldamorð og flutninga á Armenum frá landsvæðinu þar sem Armenía er nú þangað sem nú eru Írak og Sýrland. Ekki er vitað hve mörg féllu í valinn.

Afkomendur þeirra hafa þrýst mjög á að þjóðir heims viðurkenndu þjóðarmorð en Tyrkir hafa alltaf streist á móti. Meðal röksemda þeirra er að atburðirnir hafi verið hluti af átökum fyrri heimstyrjaldar.

Erdogan sjálfur hvatti á fimmtudaginn til þess að varðveita sannleikann um það sem hann nefndi „svokallaði þjóðarmorð á Armenum". Í yfirlýsingu tyrkneskra stjórnvalda eftir samtal Erdogans við Biden sagði þó að þeir væru sammála um mikilvægi samvinnu ríkjanna. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV