Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sólarleysi slekkur á útsendingu

Myndir sem voru teknar aðfarnótt 19. Apríl í ferð sem var farin til þess að gera við vefmyndavélar.
 Mynd: Gísli Berg - RÚV
Sólarleysi undanfarið hefur ekki aðeins áhrif á mannlífið og gróðurinn heldur líka tæknina. Myndavélar RÚV sem hafa sýnt frá gosstöðvunum á Fagradalsfjalli eru með sólarrafhlöðu og þær eru orðnar rafmagnslausar.

Síðustu tíu daga hafa aðeins verið tveir góðir sólardagar og því hefur dregið mjög úr því að rafhlöðurnar hafa getað endurnýjað sig. Rafmagnið á vélunum hefur því farið minnkandi og nú er svo komið að myndavélarnar eru dottnar út. Vonir standa til að þær byrji að senda út myndir af eldgosinu þegar sól hækkar á lofti í dag.

Einnig eru bundnar vonir til að aðstæður leyfi að hægt verði að senda fólk á staðinn til að bæta rafmagni á myndavélarnar í dag, en slíkt er ekki hægt ef hætta er á gasmengun.