Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hraunrennsli ógnar byggð í Gvatemala

23.04.2021 - 03:58
epa09135261 People crowd next to lava rivers caused by the Pacaya volcano, in the El Patrocinio village of San Vicente Pacaya, Guatemala, 13 April 2021 (issued 14 April 2021). The lava flows continue their course in the direction of the El Rodeo and El Patrocinio communities, nestled on the slopes of the Pacaya volcano, which has already been active for more than two months. Some of the villagers' houses are less than a kilometer away and the slow but steady advance of the lava rivers keeps the population in suspense.  EPA-EFE/Esteban Biba
 Mynd: EPA
Íbúar þorpa í nágrenni eldfjallsins Pacaya í Gvatemala velta því fyrir sér á hverjum morgni hvort hraunrennsli úr fjallinu eigi eftir að ná til þorpanna. Eldgos hófst í fjallinu í febrúar þegar sprunga myndaðist í hlíð þess.

Gosið er ekkert ósvipað því sem er í Geldingadölum, það er hægfara hraunrennsli og tilheyrandi gasmengun. Auk þess hefur nokkur aska fallið úr gosinu í Pacaya.

The Guardian hefur eftir Emmu Quezada, íbúa í El Patrocinio, nærri rótum fjallsins, að hraunrennslið í áttina að þorpinu hafi stöðvast fyrir þremur dögum. Hún segir bæjarbúa vonast til þess að hraunið haldi sig bara þar. Haldi hraunið áfram að mjaka sér í átt að þorpinu gætu íbúarnir, um 350 talsins, þurft að flytja sig um set. Yfirvöld hafa rætt við þorpsbúa um að koma sér fyrir á svæði um 100 kílómetra í burtu.

Quezada segir þorpsbúa ekkert sérstaklega spennta fyrir því að flytja þaðan og yfir á svæði þar sem þeim verður búinn þrengri kostur. Hún segir að kannski sé ekki margt að hafa þarna, en þau búi þó alla vega í friði og horfist ekki í augu við fleiri hættur en eldfjallioð. Engir þjófar séu einu sinni á ferli nærri þorpinu. Því sé ekki hægt að líkja kostunum saman.

Þó hraunið hafi ekki enn náð að heimilum þorpsbúa hefur askan skemmt kornuppskeru þeirra og beitilönd. Juventino Pineda, formaður nefndar um dreifbýlisþróun, segir útlit fyrir að minnst helmingur heimila í þorpinu sé í vegi hraunárinnar, haldi hún áfram að skríða fram. Rýmingaráætlun er fyrir hendi ef ástandið versnar. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV