Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Búinn að skila minnisblaði um aðgerðir á landamærunum

23.04.2021 - 09:25
Mynd með færslu
 Mynd: Ljósmynd/Almannavarnir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum vegna nýrra laga um að skikka megi fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir þetta.

Lögin gera ráð fyrir að Þórólfur skilgreini hvaða lönd séu hááhættusvæði eftir fjölda smita, nýgengi þeirra og þeim veiruafbrigðum sem þar greinast.

„Ég tel að þetta sé mikið framfaraspor og að þetta sé svar við því ákalli sem ég hef allavegana haft um það að við þurfum að geta beitt úrræðum þar sem við getum skyldað fólk í sóttkví þar sem við getum haft betra eftirlit með því,“ sagði Þórólfur í kvöldfréttum í gær.

Ekki eru lagðar fram tillögur að aðgerðum innanlands í minnisblaðinu. Í fyrradag greindust sautján með veiruna innanlands og af þeim voru átta utan sóttkvíar. Tvö smit virtust ekki tengjast fyrri smitum.