Fjórir látnir í sprengjuárás í Pakistan

22.04.2021 - 06:07
Erlent · Asía · Pakistan
epa09151129 Flames rise from inside the Serena hotel after a bomb blast in Quetta, provincial capital of Balochistan province, Pakistan, 21 April 2021. A bomb exploded at a parking lot of Serena hotel where a foreign delegation believed to be from China, was staying, killing three people while leaving 11 others injured. According to Pakistan's Interior Minister the members of the foreign delegation, who have been staying at the hotel were not there at the time of the blast and are all safe.  EPA-EFE/FAYYAZ AHMED
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst fjórir eru látnir og ellefu særðir eftir að sprengja sprakk á lúxus-hóteli í pakistönsku borginni Quetta í gærkvöld. Fréttastofa BBC segir líklegast að árásinni hafi verið beint gegn sendiherra Kína í Pakistan. Talið er að hann sé í Quetta, höfuðborg héraðsins Balokistan.

Hann var þó ekki við hótelið þegar árásin var gerð að sögn BBC. Talíbanar í Pakistan segjast hafa gert árásina, en gáfu þó ekkert út um hvert skotmarkið var. 

Hótelið er það þekktasta í borginni að sögn BBC. Þangað leita ráðherrar pakistönsku stjórnarinnar og embættismenn annarra ríkja þegar þeir eru í borginni. 

Quetta er nærri landamærum Pakistans að Afganistan. Talíbanar hafa gert ítrekaðar árásir nærri landamærunum undanfarna mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa lengi látið til sín taka í héraðinu. Þeir vilja sjálfstæði Balokistans frá Pakistan, auk þess sem þeir eru á móti stórfelldri innviðauppbyggingu Kínverja í héraðinu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV