Valskonur einar á toppnum eftir leiki kvöldsins

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Valskonur einar á toppnum eftir leiki kvöldsins

21.04.2021 - 21:55
Keppni í úrvalsdeild kvenna í körfubolta hófst að nýju í kvöld eftir nokkurra vikna hlé.

Keflavík og Valur voru jöfn að stigum á toppi deildarinnar. 

Skallagrímur fékk Keflavík í heimsókn og voru heimakonur fimm stigum yfir í hálfleik, 35-30. Skallagrímur lék afar vel í þriðja leikhluta og munur liðanna jókst jafnt og þétt og voru Borgnesingar 18 stigum yfir fyrir fjórða leikhluta. Keflvíkingar löguðu stöðuna örlítið í lokafjórðungnum en sigur Skallagríms var aldrei í hættu, lokatölur 76-64. Skallagrímur er því komið með 14 stig eftir leikinn í kvöld, 10 stigum á eftir Keflavík.

Önnur úrslit í kvöld voru þau að Haukar unnu Snæfell, 92-71, Fjölnir vann Breiðablik, 79-69 og þá vann Valur stórsigur á KR, 106-52. Valur er á toppi deildarinnar með 26 stig en KR vermir botnsætið.