Sara Björk á von á barni

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Sara Björk á von á barni

21.04.2021 - 17:20
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á barni í nóvember. Sara greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.

Það er því nokkuð ljóst að Sara Björk verður ekki meira með íslenska landsliðinu á þessu ári. Kærasti Söru Bjarkar er fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks.

Von er á frumburði þeirra Söru Bjarkar og Árna í nóvember. Ísland er á meðal þátttökuþjóða á EM í fótbolta á Englandi en EM fer fram 6.-31. júlí.