Íslensku stúlkurnar hafa lokið keppni á EM

Mynd með færslu
 Mynd: FSÍ

Íslensku stúlkurnar hafa lokið keppni á EM

21.04.2021 - 19:47
Nanna Guðmunds­dótt­ir náði besta ár­angri ís­lensku kepp­end­anna í kvennaflokki á Evr­ópu­mót­inu í áhaldafim­leik­um en undanúr­slit móts­ins fóru fram í Basel í Sviss í dag.

 

Nanna hafnaði í 56. sæti af 107 kepp­end­um og fékk 47,032 stig.

Guðrún Harðardótt­ir varð í 61. sæti með 46,631 stig, Hild­ur Maja Guðmunds­dótt­ir varð í 69. sæti með 45,398 stig og Mar­grét Lea Krist­ins­dótt­ir hafnaði í 70. sæti með 45,364 stig. Þetta var besti ár­ang­ur þeirra allra á þessu ári.

Íslensku stúlk­urn­ar hafa all­ar lokið keppni en undanúr­slit­in í karla­flokki fara fram á morg­un og þar verða einnig fjór­ir ís­lensk­ir kepp­end­ur.