Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Biden: Kynþáttamisrétti svartur blettur á þjóðarsálinni

epa09148562 US President Joe Biden makes remarks after former Minneapolis Police Department Police Officer Derek Chauvin was found guilty on all counts in the death of George Floyd, at the White House in Washington, DC, USA, 20 April 2021.  EPA-EFE/Doug Mills / POOL
 Mynd: EPA-EFE - The New York Times POOL
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti þjóð sína til að sýna samstöðu eftir dóminn gegn lögreglumanninum Derek Chauvin fyrir morðið á George Floyd í gærkvöld.

Hann sagði að einhverjir þarna úti væru reiðubúnir að notfæra sér óheflaðar tilfinningar fólk í augnablikinu. Þar séu á ferð æsingamenn og öfgamenn sem hafi engan áhuga á samfélagslegu réttlæti, og þeir megi ekki notfæra sér ástandið.

Um dóminn sjálfan sagði Biden að hann gæti orðið skref fram á við í baráttunni fyrir réttlæti í Bandaríkjunum. Hann benti þó á að dómar í málum sem þessum falli sjaldnast á þennan veg. „Þetta var morð á hábjörtum degi," sagði Biden í ávarpi sínu í gærkvöld og bætti því við að öll heimsbyggðin hafi fengið að sjá að kerfisbundið kynþáttamisrétti sé svartur blettur á þjóðarsálinni.