Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.
Umferð á Suðurstrandarvegi jókst um 484% eftir gos
20.04.2021 - 08:06
Umferð um Suðurstrandarveg jókst um 484% allt frá því hann var opnaður eftir að gosið hófst í Geldingadölum og til 15. apríl. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar en umferðartölur fyrri ára auðvelda áætlanir um hver venjubundin umferð hefði verið á þessum tíma.
Á vef Vegagerðarinnar segir að á sama tíma hafi umferð aukist um 21 af hundraði á Reykjanesbraut og 73% um Grindavíkurveg. Suðurstrandarvegur var lokaður þegar gosið hófst en umferð var hleypt um hann að nýju 23. mars.
Mest umferð var um veginn 2. apríl þegar 4.300 óku hann en hámarikið á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi var 30. mars.
Einhver umferð er um þessa vegi allan sólarhringinn sem rakin er til áhuga á gosinu en almennt eykst hún upp úr hádegi, nær hámarki síðdegis og eftir tíu að kvöldi til miðnættis.