Skógareldar ógna byggð í Höfðaborg

20.04.2021 - 04:46
A fire rages on the slopes of Table Mountain, in Cape Town South Africa, Monday, April 19, 2021. Residents are being evacuated from Cape Town neighborhoods after a huge fire spreading on the slopes of the city’s famed Table Mountain was fanned by strong winds overnight and houses came under threat. City authorities say residents of parts of the Vredehoek neighborhood were being evacuated Monday as a “precautionary” measure after the fire spread towards the area.  (AP Photo/Nardus Engelbrecht)
 Mynd: AP
Skógareldar loga enn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku og hefur fjöldi borgarbúa neyðst til að flýja heimili sín þar sem hætta er talin á að þau verði eldunum að bráð. Nokkuð hefur verið um gróðurelda í nágrenni Höfðaborgar síðustu daga, þar sem veður hefur verið heitt og þurrt um hríð.

Á sunnudag kviknaði skógareldur við rætur Table-fjalls, skammt frá Höfðaborgarháskóla, sem logar enn. Hluti af háskólagörðunum og sögufrægu bókasafni háskólans eyðilögðust í eldinum og hundruð stúdenta þurftu að flýja garðana.

Um 250 slökkviliðsmenn berjast við eldana en þurrir og hlýir vindar leika um Höfðaborg og blása í þá nýju lífi jafnharðan og þeir eru slökktir. Eldarnir hafa þegar sviðið um fjögur hundruð hektara skóg- og gróðurlendis í þjóðgarðinum umhverfis Table-fjall og Devils Peak, eða Stapafell og Djöflatind.

Grunur leikur á um að rekja megi eldana til íkveikju og er einn maður í haldi, grunaður um verknaðinn.