Skjálfti upp á 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

20.04.2021 - 23:09
Myndir sem voru teknar aðfarnótt 19. Apríl í ferð sem var farin til þess að gera við vefmyndavélar.
 Mynd: Gísli Berg - RÚV
Jarðskjálfti varð á suðvesturhorninu nú á tólfta tímanum í kvöld. Upptökin voru nærri Grindavík og miðað við fyrstu mælingar var hann 4,1 að stærð. Upptökin virðast hafa verið um þrjá kílómetra norðaustur af Þorbirni og virðist tengjast flekahreyfingum. Þetta er stærsti skjálftinn frá því áður en gos hófst í Geldingadölum eða síðan 15. mars.

Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að þetta tengist spennuhreyfingum vegna eldgossins. „Við sjáum bara hvað setur.“ Skjálftinn fannst nokkuð víða en hann varð á sex kílómetra dýpi.  Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV