Segir mannkynið standa á brúnum hyldýpis

20.04.2021 - 12:21
epa09145834 United Nations Secretary-General Antonio Guterres speaks during a partially virtual press conference with Professor Petteri Taalas, the Secretary-General of the World Meteorological Organization, about the report ‘State of the Global Climate in 2020’ at United Nations headquarters in New York, New York, USA, 19 April 2021. The report details a number of facts about the global climate including that 2020 was one of the hottest years on record and that the temporary decrease in carbon emissions as a result of the coronavirus pandemic had minimal affect on the concentration of greenhouse gases in the atmosphere.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Loftslagsváin stigmagnaðist á síðasta ári. Þrátt fyrir færri ferðalög og minni umferð dró ekkert úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir skýrsluna ógnvekjandi og leiðtogar um allan heim þurfi að gefa henni gaum. Árið 2020 var um margt fordæmalaust. Samkvæmt skýrslunni var það enn eitt ár öfga í veðri og það heitasta frá því mælingar hófust, á pari við 2016 og 2019. Guterres segir mannkynið standa á brúnum hyldýpis. Hann segir okkur færast hættulega nálægt þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur sett. Meðalhiti jarðar megi ekki hækka um meira en 1,5 gráður en hafi nú hækkað um 1,28.

Flóð, þurrkar, gróðureldar og hitamet

Skýrslan sjálf telur yfir 50 blaðsíður. Í henni kemur meðal annars fram að billjónir tonna af hafís bráðnuðu við Grænland og Suðurskautslandið, mikil flóð herjuðu á hluta Afríku og Asíu sem áttu þátt í engisprettufaraldri. Miklir þurrkar höfðu gríðarleg áhrif á landbúnað í Suður-Ameríku, mestu gróðureldar sem mælst hafa geisuðu í Bandaríkjunum og hitamet var slegið í Ástralíu. Guterres segir niðurstöðurnar sýna að við megum engan tíma missa, við ættum öll að taka þetta til okkar og hætta stríði gegn náttúrunni.