Dómstóll bannar refsiaðgerðir vegna ofurdeildarinnar

epa09145531 A person walks past a soccer jersey store in Milan, Italy, 19 April 2021. In the early hours of 19 April 2021 twelve European soccer clubs, AC Milan, Arsenal FC, Atletico de Madrid, Chelsea FC, FC Barcelona, FC Internazionale Milano, Juventus FC, Liverpool FC, Manchester City, Manchester United, Real Madrid CF and Tottenham Hotspur have announced the creation of a Super League which would rival the excisting UEFA club competitions and has been strongly condemned by the UEFA.  EPA-EFE/Daniel Dal Zennaro
 Mynd: EPA-EFE - ANSA

Dómstóll bannar refsiaðgerðir vegna ofurdeildarinnar

20.04.2021 - 16:45
Hvorki evrópska né alþjóða knattspyrnusambandið má grípa til aðgerða sem hindrar að ofurdeildin verði að veruleika eða refsa leikmönnum eða félögum fyrir að taka þátt í henni. Þetta er niðurstaða dómstóls í Madríd á Spáni.

 

Nokkur af stærstu liðum Evrópu ætla að setja á laggirnar tólf liða deild í óþökk alþjóðlegra knattspyrnuyfirvalda, og að því er virðist meirihluta áhangenda einnig. Real Madrid er eitt þeirra en Florentino Perez, forseti félagsins, segir þetta gert til að bjarga fótboltanum á erfiðum tíma. Hann og forsvarsmenn stærstu liðanna eru mjög ósáttir við nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu, sem tekur gildi 2024. Gert er ráð fyrir að nýja ofurdeildin verði spiluð samhliða evrópudeildunum en gert er ráð fyrir að í henni verði tuttugu lið. Óvíst er hvenær hún myndi hefjast en alþjóðleg knattspyrnuyfirvöld og bresk stjórnvöld hafa heitið því að gera hvað þau geti til að koma í veg fyrir þetta. Því hefur verð haldið fram að stórliðin stofni ofurdeildina aðeins peningana vegna. 

Aleksander Ceferin, forstjóri evrópska knattspyrnusambandsins, sagði fyrr í dag að þeir leikmenn sem taki þátt í leikjum ofurdeildarinnar gætu verið bannaðir í keppnum á vegum UEFA. Perez sagði fyrr í dag að knattspyrnuyfirvöld í Evrópu hefðu engar heimildir til þess að setja leikmenn í bann. Úrskurður dómstólsins staðfestir það en samkvæmt honum hafa hvorki UEFA né FIFA heimildir til að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, félögum eða öðrum vegna þessara áforma. 
 

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bayern, Dortmund og PSG vilja ekki í ofurdeild

Fótbolti

Þjarma að stórliðunum vegna ofurdeildarinnar

Íþróttir

Störukeppni hafin um framtíð knattspyrnunnar

Fótbolti

Breyta fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar