Blaðamannafundur í Hörpu vegna landamæraaðgerða

Mynd: Birgir Þór Harðarson / RÚV
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar í Hörpu klukkan 16 í dag. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fara yfir ráðstafanir á landamærum.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV, og hér á vefnum. Fundurinn er táknmálstúlkaður. Fundurinn verður einnig sendur út í útvarpi á Rás 2.  Á RÚV 2 verður pólsk þýðing af fundinum. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá fundinum.