
Ræsa einn ofn PCC á Bakka í vikunni
Reykur og brunalykt
PCC tilkynnti nú um helgina að til stæði að hefja uppkeyrslu á einum af brennsluofnum verksmiðjunnar í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að uppkeyrsluferlið hefjist með viðarbruna í sólarhring áður en hægt sé að hleypa afli á ofninn. Húsvíkingar voru varaðar við að því ferli fylgdi ljós reykur ásamt brunalykt.
Ætluðu að byrja í dag
Það var svo tilkynnt nú í morgun að ferlið sem í heild tekur fjóra daga hæfist ekki fyrr en á morgun. Því má búast við að ofninn verði tilbúinn til notkunar næstu helgi. Ráðning í störf í verksmiðjunni hafa staðið yfir síðustu vikur.
Búið að endurráða fjölda starfsmanna
Áætlað er að um 140 manns verði við störf þegar framleiðsla hefst þar á ný, sem er svipaður fjöldi og var þegar framleiðslu var hætt í júlí í fyrra. Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og vísaði í tilkynningar á Facebook-síðu fyrirtækisins.