Liðið og stuðningsmenn það mikilvægasta í knattspyrnu

epa07402354 Liverpool's manager Juergen Klopp reacts during the English Premier League soccer match between Liverpool and Watford held at the Anfield in Liverpool, Britain, 27 February 2019.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Liðið og stuðningsmenn það mikilvægasta í knattspyrnu

19.04.2021 - 19:26
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, segir að liðin og stuðningsmenn þeirra séu það mikilvægasta í knattspyrnu og passa verði að ekkert komi upp á milli þeirra. Skoðun hans á boðaðri Ofurdeild Evrópu hafi ekkert breyst en Klopp lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið í viðtali fyrir tveimur árum og sagðist vera á móti henni.

Liverpool er eitt þeirra tólf liða sem standa að hinni svokölluðu Ofurdeild Evrópu. Hún á að hefja göngu sína strax í ágúst en hefur mætt mikilli andstöðu.

Knattspyrnuheimurinn hefur hreinlega logað eftir yfirlýsingu liðanna í gærkvöld. Liðunum og leikmönnum þeirra hefur verið hótað öllu illu láti þau verða af áformum sínum; liðin eiga það á hættu að vera bannað að spila í deildarkeppnum landa sinna sem og Meistaradeild Evrópu og leikmönnunum meinað að spila á stórmótum eins og EM og HM.

Klopp ræddi við fréttamenn fyrir leik liðsins við Leeds í kvöld og þótt leikurinn sé mikilvægur í baráttunni um sæti í meistaradeild Evrópu snerist allur aðdragandinn um Ofurdeildina.  Flugvél var flogið yfir heimavöll Leeds og leikmenn Leeds klæddust í upphitun bol þar sem Ofurdeildinni var mótmælt.

„Liverpool er miklu mikilvægara en einhverjar ákvarðanir. Það mikilvægasta í knattspyrnu eru liðin sjálf og stuðningsmennirnir og það verður að passa upp á að ekkert komi upp á milli þeirra,“ sagði Klopp. 

Það þurfi að greiða úr ákveðnum flækjum en það hafi ekkert með fótboltann að gera eða sambandið milli liðsins og stuðningsmanna.  „Þegar það eru erfiðleikar skiptir máli að standa saman. Þetta þýðir ekki að þú þurfir að vera hlynntur öllu en leikmennirnir gerðu ekkert rangt - allir þurfa að vita það.“

Klopp sagðist hrifinn af Meistaradeild Evrópu og það væri metnaður hans að þjálfa lið í þeirri deild. Það sem væri einmitt svo heillandi við hana væru að lið eins og West Ham gætu spilað þar á næsta tímabili. „Ég vona að þeir geri það ekki því við viljum vera þar. “

Klopp sagðist ekki hafa heyrt af áformum liðanna tólf fyrr en í gærkvöld. „Þetta er erfitt og fólk er ekki ánægt með þetta og ég skil það. Ég get ekki sagt neitt meira því komum ekkert nálægt þessu, hvorki ég né leikmennirnir. Við verðum bara að sjá hvernig þetta þróast.“ 

Hann sagðist enga hugmynd hafa um af hverju liðin tólf hefðu gert þetta. „Ég veit bara að sumir hlutir í fótboltanum eiga eftir að breytast og ég veit að aðrir hlutir þurfa að breytast.“

Tengdar fréttir

Fótbolti

Breyta fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar

Fótbolti

„Þú kaupir ekki drauma“

Fótbolti

Forseti UEFA: Þeir mega ekki spila á EM og HM

Fótbolti

KSÍ tekur skýra afstöðu gegn Ofurdeildinni