Leikskóla á Selfossi lokað vegna smits hjá starfsmanni

Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Leikskólanum Álfheimum á Selfossi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna. Leikskólinn verður lokaður á morgun, þriðjudag, og verða allir starfsmenn sendir í sýnatöku.

Greint er frá smitinu á Facebook-síðu Árborgar. Þar segir einnig að upplýsingar til foreldra barna sem þurfi að fara í sóttkví verði sendar eins fljótt og hægt er.

Haft er eftir leikskólastjóra Álfheima á visir.is að allir starfsmenn hafi verið sendir í sóttkví.  Það komi síðan í ljós á morgun hvort það  fleiri séu smitaðir. Nú þegar er verið að reyna hefta útbreiðslu hópsýkingar á leikskólanum Jörva í Bústaðhverfinu í Reykjavík. 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV