Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fótboltaheimurinn nötrar

epa09143594 Players of Manchester United enter the pitch for the English Premier League soccer match between Manchester United and Burnley FC in Manchester, Britain, 18 April 2021.  EPA-EFE/Martin Rickett / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL

Fótboltaheimurinn nötrar

19.04.2021 - 08:17
Tólf félagslið í Evrópu hafa ákveðið að stofna sína eigin ofurdeild í fótbolta. Leikir ofurdeildarinnar verði í miðri viku en félagsliðin tólf vilja þó halda áfram að spila í deildakeppnum heimalandanna. Reiðin er mikil í fótboltaheiminum og hafa margir stuðningsmenn félaganna snúið baki við sínum liðum.

„AC Milan, Arsenal, Atletico Madrid, Chelsea, Barcelona, Inter Milan, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Real Madrid og Tottenham Hotspur hafa gerst stofnfélagar“ í nýju ofurdeildinni, segir í sameiginlegri yfirlýsingu félaganna. 

Reiðin á Englandi er mikil og hafa margir fyrrverandi fótboltamenn ensku liðanna hraunað yfir félögin sín. Gary Neville, Rio Ferdinand og Roy Keane hafa verið mjög harðorðir í garð Manchester United og Jamie Carragher segir að Liverpool sé orðið aumt félag. 

Knattspyrnusambönd UEFA og FIFA eru æf yfir stöðunni og segja að þau félög, og leikmenn, sem taka þátt í ofurdeildinni gætu fengið bann frá öðrum keppnum á vegum knattspyrnusambandanna, hvort sem um ræðir hjá félagsliðum eða landsliðum. Með öðrum orðum, þeir leikmenn sem spila í ofurdeildinni mega þá ekki keppa á HM eða EM.

Henry Winter, blaðamaður hjá Times, vonast til þess að leikmenn stígi fram og mótmæli þessum aðgerðum stórliðanna. 
 

 

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Tólf stórlið stofna ofurdeild í skugga hótana