27 innanlandssmit í gær en ekkert við landamærin

19.04.2021 - 11:01
epa08693174 Sinovac's COVID-19 vaccine candidate CoronaVac are displayed at Sinovac Biotech during a government-organized media visiting in Beijing, China, 24 September 2020. Sinovac is a Chinese vaccine maker that is developing the COVID-19 vaccine candidate called CoronaVac.  EPA-EFE/WU HONG
 Mynd: epa
Alls greindust 27 kórónuveirusmit innanlands í gær en ekkert við landamærin. Tvö smitanna voru utan sóttkvíar. Nýgengi innanlandssmita er nú 20,7 á hverja 100 þúsund íbúa en 6,8 á landamærunum.

Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa almannvarna tengjast smitin meira og minna öll leikskólanum Jörfa . Ekkert þeirra smituðu höfðu verið lengi í sóttkví að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Því sé möguleiki á að smit hafi dreifst frekar. 

Ekki hafa greinst fleiri smit síðan í byrjun nóvember. Smitum hefur fjölgað mjög undanfarna daga og má rekja uppruna þeirra til brota manns gegn sóttkví eftir komuna til landsins.

Þrennt liggur á sjúkrahúsi með COVID-19, 386 eru í sóttvkí og 922 í skimunarsóttkví. 

Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID-19 göngudeildar Landspítalans sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að um stóra hópsýkingu sé að ræða sem hæglega geti breiðst út og orðið mikið stærri. 

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir brýnt að herða samkomutakmarkanir á ný. Hægt verði að ná utan um útbreiðslu faraldursins með vöktun landamæranna. 

 
markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV