Rússar vísa 20 Tékkum úr landi

18.04.2021 - 21:20
epa09143423 People gather to protest in front of Russian embassy in Prague, Czech Republic, 18 April 2021. The Czech Republic allege that members of the Russian intelligence services were involved in an ammunition depot explosion in Vrbetice in 2014, Prime Minister Andrej Babis said during a press conference on 17 April 2021. Acting Czech Foreign Minister Jan Hamacek said 18 diplomats would be expelled from the Russian embassy in Prague and ordered to leave within 48 hours, after they were identified as members of the Russian secret services GRU and SVR.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússnesk stjórnvöld vísuðu í dag tuttugu tékkneskum sendifulltrúum úr landi. Þetta gerðu Rússar degi eftir að Tékkar sökuðu Rússa um að hafa staðið að baki sprengingu í Tékklandi árið 2014. Tékkar sögðu að sömu menn og eru grunaðir um að hafa eitrað fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal í Bretlandi hefðu komið að sprengingunni. Rússnesk stjórnvöld segja ekkert hæft í ásökunum Tékka. Spenna hefur aukist mjög milli ríkjanna. 

Efnt var til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússa í Prag, höfuðborg Tékklands. Þar mátti heyra þjóðlög sungin og slagorð kölluð.

Tékkar vísuðu í gær átján rússneskum sendifulltrúum úr landi í tengslum við ásakanir sínar um að Rússar hefðu komið að sprengingunni 2014.

Samskipti Rússa og Vesturlanda hafa einnig versnað vegna aukinnar spennu í austanverðri Úkraínu og fangavistar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny, hvers stuðningsmenn segja hann við bága heilsu vegna fangavistarinnar.