Kalla eftir mótmælum til stuðnings Navalny

18.04.2021 - 17:01
epa08980966 A handout photo made available by Moscow's Citiy Court Press Service shows Russian opposition leader Alexei Navalny (L) standing in the glass cage during a hearing in the Moscow City Court in Moscow, Russia, 02 February 2021. The Moscow City Court will consider on 02 February 2021 the requirement of the Federal Penitentiary Service to replace Alexei Navalny's suspended sentence with a real one. Opposition leader Alexei Navalny was detained after his arrival to Moscow from Germany on 17 January 2021. A Moscow judge on 18 January ruled that he will remain in custody for 30 days following his airport arrest.  EPA-EFE/MOSCOW CITY COURT PRESS SERVICE HANDOUT MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES  EPA-EFE/MOSCOW CITY COURT PRESS SERVICE HANDOUT MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Alexei Navalny í dómssal í dag. Mynd: EPA
Stuðningsmenn rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys kalla nú eftir mótmælum til stuðnings honum víðs vegar í Rússlandi á miðvikudagskvöld, á sama tíma og Vladimir Pútín Rússlandsforseti flytur þjóðinni árlegt ávarp.

Ákallið kemur í kjölfar frétta um að Navalny sé við dauðans dyr, en hann hefur verið í mótmælasvelti í fangelsi í átján daga. Læknar hans segja að fái hann ekki nauðsynlega aðhlynningu séu dagar hans taldir og að blóðrannsókn sýni að hætta sé á að hjarta eða nýru gætu gefið sig. Hann hafi lést um níu kíló og styrkleiki kalíums í blóði sé hættulega lágur. Sendiherra Rússlands í Bretlandi sagði við breska ríkisútvarpið á föstudag að ekki kæmi til greina að Navalny deyi í fangelsi.

Leonid Volkov, aðstoðarmaður Navalnys, segir að samstaða sé eina leiðin til að bjarga honum og verði ekkert að gert horfi Rússar fram á myrka tíma fyrir frelsi í landinu.

Ríkissaksóknari Rússa stefnir nú á að skilgreina samtök Navalnys, sem berjast gegn spillingu, sem öfgasamtök. Það myndi gera stjórnvöldum kleift að fangelsa samstarfsmenn hans í sex ár á þeim grundvelli að þeir teljist vera hryðjuverkamenn.