Jöfnunarmark Nketiah veikti von Fulham

epa09143259 Ademola Lookman (L) of Fulham in action against Mohamed Elneny (R) of Arsenal during the English Premier League soccer match between Arsenal FC and Fulham FC in London, Britain, 18 April 2021.  EPA-EFE/Ian Walton / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Jöfnunarmark Nketiah veikti von Fulham

18.04.2021 - 14:29
Edward Nketiah tryggði Arsenal jafntefli þegar hann skoraði á sjöundu mínútu uppbótartíma á móti Fulham í dag í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Josh Maja kom Fulham 1-0 yfir á 59. mínútu. Það kom úr vítaspyrnu sem var dæmt á Garbiel varnarmann Arsenal. Dani Ceballos skoraði reyndar mark fyrir Arsenal seint í fyrri hálfleik, en það var dæmt af eftir skjádóm. Allt virtist stefna í 1-0 sigur Fulham sem hefði gefið liðinu þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni. En Edward Nketiah sá til þess að svo varð ekki með jöfnunarmarki sínu í bláenda leiksins.

Fulham er áfram í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, og því í fallsæti. Fulham hefur nú 27 stig, sex stigum minna en Brighton og Burnley sem eru í næstu sætum fyrir ofan. Bæði lið eiga þó reyndar tvo leiki til góða á Fulham. Stigin tvö sem Fulham missti af við jöfnunarmark Nketiah setja því heldur betur strik í reikning Fulham í fallbaráttunni.